Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 06. mars 2015 10:05
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Nýr Neymar til Manchester United?
Powerade
Matic er að ganga frá nýjum samningi við Chelsea.
Matic er að ganga frá nýjum samningi við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr enska boltanum á þessum fína föstudegi.



Southampton ætlar að gera Morgan Schneiderlin að launahæsta leikmanni sínum og koma þannig í veg fyrir að hann fari til Arsenal. (Daily Mirror)

Juventus er tilbúið að hlusta á tilboð í Alvaro Morata sem er á óskalista Liverpool og Arsenal. (Metro)

Umboðsmaður Paul Pogba segir að franski miðjumaðurinn verði jafnvel áfram hjá Juventus þrátt fyrir áhuga frá PSG, Manchester City og Chelsea. (Daily Mail)

Manchester United hefur lagt fram 5,7 milljóna punda tilboð í brasilíska sóknarmanninn Kenedy. Kenedy er 19 ára gamall en hann hefur verið kallaður hinn nýi Neymar. (Metro)

Chelsea hefur náð samkomulagi við rúmenska félagið Viitorul Constanta um að kaupa hægri bakvörðinn Cristian Manea. Hinn 17 ára gamli Manea mun kosta 2,3 milljónir punda. (Daily Mail)

Nemanja Matic hefur fengið nýjan samning hjá Chelsea til ársins 2020 en hann mun fá 93 þúsund pund í vikulaun. (Daily Express)

Roy Hodgson vill vera áfram landsliðsþjálfari Englendinga á HM 2018. (Daily Mirror)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, er pirraður á sögusögnum um að samband hans og aðstoðarstjórans Ryan Giggs sé ekki gott. (Independent)
Athugasemdir
banner
banner