Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. mars 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Scholes: Ekki rétti tíminn til að taka við Oldham
Paul Scholes starfar í dag sem sparkspekingur.
Paul Scholes starfar í dag sem sparkspekingur.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes ætlar ekki að taka við Oldham Athletic á þessum tímapunkti en telur líklegt að hann setjist í stjórastólinn einn daginn.

Oldham er stjóralaust eftir að Lee Johnson tók við Barnsley í febrúar.

Scholes er 40 ára, fyrrum leikmaður Manchester United, en faðir hans ólst upp sem stuðningsmaður Oldham og fjölskyldan býr í hverfinu. Scholes hefur oft mætt á leiki liðsins.

„Þetta er flott fjölskyldufélag sem á stað í hjarta margra - þar á meðal mínu. Ég tel að þetta sé ekki rétti tímapunkturinn. Þegar ég verð knattspyrnustjóri vil ég tileinka mig starfinu 100% en í dag hef ég mörgum skyldum að gegna í lífinu sem ég get ekki látið til hliðar," segir Scholes.

„Mikilvægast er að ég á unga fjölskyldu og krakkarnir þurfa á pabba sínum að halda eftir að hann hefur verið mikið fjarverandi vegna leikmannaferilsins."

Scholes vinnur sem sparkspekingur í sjónvarpi í dag en hann var aðstoðarmaður Ryan Giggs í lokin á síðasta tímabili þegar Giggs tók tímabundið við sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þar á undan starfaði Scholes við þjálfun U19 liðs United.

„Að vera stjóri Oldham er sjö daga skuldbinding. Einn daginn verð ég tilbúinn fyrir það. Þetta er rétta starfið en á röngum tíma," segir Scholes.
Athugasemdir
banner
banner
banner