Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 06. mars 2018 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin: Liverpool og Real fara áfram
Sigurbjörn Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson og Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net
Mane skoraði þrennu í fyrri leiknum gegn Porto.
Mane skoraði þrennu í fyrri leiknum gegn Porto.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir í Meistaradeild Evrópu í kvöld, seinni viðureignir í 16-liða úrslitum keppninnar.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn. Fótbolti.net leiðir eftir fyrstu leikina.

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Liverpool 3 - 1 Porto (samtals 8-1)
Einvígið er auðvitað búið. Porto mætir og reynir að laga heildarúrslitin eitthvað. En Liverpool er í fantaformi og stíga ekkert af bensíninu.

PSG 2 - 1 Real Madrid (Samtals 3-4)
PSG kemst í 2-0. Real herjar og herjar á Frakkana og ná inn marki í lokin sem skilar þeim áfram.

Tryggvi Guðmundsson:

Liverpool 2 - 0 Porto (Samtals 7-0)
Þessari rimmu er í raun lokið og Liverpool fara rólegir inn í þetta verkefni.

PSG 2 - 1 Real Madrid (Samtals 3-4)
PSG vinnur án Neymar en því miður ekki nógu stór sigur fyrir þá.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Liverpool 1 - 0 Porto (Samtals 6-0)
Einföld og þægileg löndun. Sadio Mane stjarnan í þessu einvígi og skorar eina markið.

PSG 1 - 2 Real Madrid (Samtals 2-5)
Real Madrid stígur skref í átt að sigri í keppninni þriðja árið í röð. Meistaradeildin er málið hjá Madrídarliðinu. Ronaldo með bæði.



Staðan í Meistaraspánni:
Fótbolti.net 8
Tryggvi 4
Sigurbjörn 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner