Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 06. mars 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Manchester
Gylfi vill komast á miðjuna – „Ég nýt mín best þar”
Icelandair
Gylfi fagnar marki með Everton í vetur.
Gylfi fagnar marki með Everton í vetur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór SIgurðsson vill fá að spila meira á miðjunni hjá Everton. Gylfi hefur mikið verið á vinstri kantinum síðan hann kom til Everton frá Swansea á 45 milljónir punda síðastliðið sumar.

„Ég hef eytt miklum hluta tímabilsins og eiginlega öllu tímabilinu á vinstri kantinum. Það er ekki 'ideal,” sagði Gylfi í viðtali við Fótbolta.net á æfingasvæði Everton í dag.

„Maður myndi alltaf gera það fyrir liðið að spila í tvo eða þrjá mánuði á kantinum ef þess þyrfti en ég nýt mín best á miðjunni og ég held að það komi mest út úr mér á miðjunni. Það er kannski það sem hefur farið mest í taugarnar á mér.”

„Liðið á mikið inni”
Er Gylfi pirraður á því að spila á kantinum? „Nei nei, ég er ekkert pirraður en ég nýtist ekki sem best þar. Það hefur kannski haft áhrif á tímabilið,” sagði Gylfi.

„Ég hef byrjað nokkra leiki á miðjunni en þá hafa oft komið rauð spjöld og meiðsli og það hefur verið hliðrað til. Ég hef spilað fullt af leikjum og er ánægður með það en ég vil auðvitað að bæði liðið og ég spili betur. Ég veit að liðið á mikið inni. Við þurfum að sýna það. Það er ekki nóg bara að tala um það.”

„Er ekki að fara að spretta framhjá bakvörðum”
Everton er í 11. sæti í ensku úrvalsdeildinni og Gylfi hefur fengið gagnrýni af og til á tímabilinu, líkt og liðsfélagar hans.

„Ég fylgist nánast ekkert með fjölmiðlum þannig að ég veit ekki hvaða gagnrýni ég hef verið að fá. Ég hefði sjálfur viljað skora og leggja upp fleiri mörk á tímabilinu og spila fleiri leiki á miðjunni. Ég held að það sjái það flestir að ég er ekki kantmaður sem er að fara að spretta framhjá bakvörðunum og koma með einhverjar fyrirgjafir. Maður reynir bara að gera það besta fyrir liðið þegar maður er á kantinum.”

Hefur Gylfi rætt við Sam Allardyce stjóra Everton um stöðuna? „Nei nei, ekkert þannig séð. Við erum í þannig stöðu akkúrat í dag að við þurfum að vinna. Það þarf ekki að spá í þessum hlutum. Ég geri það örugglega seinna, þegar við erum byrjaðir að vinna leiki,” sagði Gylfi brosandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner