Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. mars 2018 13:17
Elvar Geir Magnússon
Eiður og Pútín halda á lofti í tilefni þess að 100 dagar eru í HM
Pútín á vellinum.
Pútín á vellinum.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen er fulltrúi Íslands í nýju myndbandi sem FIFA birti í dag í tilefni þess að 100 dagar eru í HM í Rússlandi.

Þar má sjá fjölmargar fótboltagoðsagnir halda bolta á lofti og telja þar með upp í 100.

Diego Maradona, Wayne Rooney, Carles Puyol, Ronaldo, Jorge Campos, Diego Forlán, Nuno Gomes, Harry Kewell, Miroslav Klose, Thomas Brolin, Hidetoshi Nakata, Mido, Jerzy Dudek, Carlos Valderrama, Dario Simic, Paulo Wanchope, Jay Jay Okocha, Nolberto Solano, Peter Schmeichel og David Trezeguet eru meðal þeirra sem sýna listir sínar.

Einnig má sjá Gianni Infantino, forseta FIFA, og sjálfan Vladímír Pútín, forseta Rússlands, bregða á leik.

Mikil spenna er fyrir HM um allan heim, ekki síst hér á Íslandi enda er okkar lið í fyrsta sinn á þessu stærsta sviði heims. Ísland er í riðli með Argentínu, Nígeríu og Króatíu og á fyrsta leik gegn Lionel Messi og félögum í Moskvu þann 16. júní.

Hér má sjá myndbandið hressandi:




Athugasemdir
banner
banner
banner