Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. mars 2018 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fullyrðir að Emery verði ekki áfram í París
Unai Emery náði ekki að koma PSG lengra en í 16-liða úrslit.
Unai Emery náði ekki að koma PSG lengra en í 16-liða úrslit.
Mynd: Getty Images
PSG féll úr leik í Meistaradeildinni í kvöld eftir 2-1 tap gegn Real Madrid á heimavelli. Parísarliðið tapaði einvíginu samanlagt 5-2 og átti hreint út sagt ekki séns!

Þetta er annað árið í röð þar sem PSG féllur úr leik í 16-liða úrslitunum en það á ekki að vera boðlegt með þenann leikmannahóp sem félagið hefur.

Julien Laurens, sérfræðingur BBC um franska boltann, fullyrðir það að Unai Emery verði ekki mikið lengur hjá PSG.

„Þeir þurfa klárlega betri þjálfara en Emery," segir Laurels. „Það er orðið nokkuð ljóst að hann verður ekki við stjórnvölin hjá PSG á næstu leiktíð. Eigendurnir eru búnir að setja saman lista yfir arftaka hans, þeir hafa búist við þessu."

„Jafnvel þó þeir hefðu unnið Meistaradeildina er ég ekki viss um að hann hefði fengið að vera áfram."

„Stjórar eins og Antonio Conte og Mauricio Pochettino eru líklega á lista hjá eigendum PSG. Þú lítur líka á stjóra eins og Luis Enrique og Massimiliano Allegri."

„Ég held að Arsene Wenger sé ekki lengur í baráttunn um starfið. Þeir hafa reynt að fá Jose Mourinho áður, en hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United."

Hver verður næsti stjóri PSG?



Athugasemdir
banner
banner