þri 06. mars 2018 19:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola segir of snemmt að líkja Man City við Barcelona
,,Höfum bara unnið einn titil
Guardiola leikur sér með bolta á Laugardalsvelli.
Guardiola leikur sér með bolta á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að félagið verði að vinna fyrir þeim réttindum að vera líkt við lið eins og Barcelona.

City hefur rúllað í gegnum hvern andstæðinginn á fætur öðrum í ensku úrvalsdeildinni og þykir líklegt til afreka í Meistaradeildinni. Sú skoðun er vinsæl að City sé með besta liðið í Evrópu.

Þessu Man City liði undir stjórn Guardiola hefur verið líkt við Barcelona, félag sem Guardiola lék með og þjálfaði.

Guardiola segir ekki rétt að líkja þessum liðum saman, þar sem þetta City-lið hafi aðeins unnið deildarbikarinn og ekkert annað. Liðið þurfi að vinna fleiri titla til að eiga rétt á þessum samanburði.

„Þetta eru mjög öðruvísi leikmenn. Leikmenn Barcelona hafa unnið mikið í gegnum tíðina, en flestir hér eru byrjendur. Við getum núna sagt að við höfum unnið einn titil hérna en það er ekki gott að bera okkur saman við þetta lið," segir Guardiola.

„Barcelona hefur verið með yfirburði síðustu 15, 20 árin með mismunandi stjóra og mismunandi leikmenn."

„Þeir hafa unnið marga titla á hverju einasta tímabli, en við höfum bara unnið einn. Til þess að vera í hópi með liðum eins og Barcelona, þá þarftu að vinna marga titla, mörg ár í röð."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner