Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. mars 2018 14:03
Elvar Geir Magnússon
Mendy farinn að æfa aftur
Mættur aftur til æfinga.
Mættur aftur til æfinga.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, staðfesti á fréttamannafundi í dag að bakvörðurinn Benjamin Mendy væri farinn að æfa aftur eftir meiðsli.

Mendy skaddaði liðbönd í hné í september, nokkrum vikum eftir að City keypti hann frá Mónakó á 52 milljónir punda.

Í fjarveru Mendy hafa Danilo, Fabien Delph og Oleksandar Zinchenko verið að spila í vinstri bakverði en það er ekki langt í að Mendy snúi aftur.

„Hann er mættur aftur en við verðum að sýna þolinmæði þar sem hann hefur verið frá í sex mánuði," segir Guardiola.

City er búið að stinga af í ensku úrvalsdeildinni og þá á liðið greiða leið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 4-0 sigur gegn Basel í fyrri viðureign liðanna. Seinni viðureignin er á morgun í Manchester.
Athugasemdir
banner
banner