Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. mars 2018 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho sparkaði aftur í vatnsbrúsa - Sá strax eftir því
Verður ekki refsað
Mourinho og vatnsbrúsarnir. Hann fór í bann á síðasta tímabili fyrir að sparka í vatnsbrúsa, hann fer ekki aftur í bann.
Mourinho og vatnsbrúsarnir. Hann fór í bann á síðasta tímabili fyrir að sparka í vatnsbrúsa, hann fer ekki aftur í bann.
Mynd: Getty Images
Mourinho hefur talað um að hann eigi að fá verðlaun fyrir góða hegðun á hliðarlínunni.
Mourinho hefur talað um að hann eigi að fá verðlaun fyrir góða hegðun á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho vakti athygli fyrir framgöngu sína á hliðarlínunni í leik Manchester United og Crystal Palace í gær.

United lenti 2-0 undir en kom til baka og vann 3-2. Mourinho var oft á tíðum pirraður með sína menn og sýndi tilfinningar á hliðarlínunni.

Í eitt skipti sparkaði hann vatnsbrúsa í átt að stuðningsmönnum. Hann sá strax eftir þessu og baðst afsökunar. Eftir leik tjáði hann sig um atvikið í samtali við Sky Sports:

„Brúsinn var tómur," sagði Mourinho sem lenti í svipuðu atviki á síðasta tímabili er hann sparkaði í vatnsbrúsa á hliðarlínunni í leik gegn West Ham. Fyrir það fékk hann eins leiks bann og sekt. Mourinho segir að þetta hafi verið öðruvísi.

„Annað var vegna dómaranna, þetta var eðlilegur pirringur vegna leiksins og það var ekkert illt meint með þessu."

Mourinho var eins og áður segir fljótur að biðjast afsökunar en fólkið í stúkunni tók vel í afsökunarbeiðni hans.

„Kannski kunna þeir vel við mig hérna vegna þess að ég hef ítrekað sagt að leikvangurinn (Selhurst Park) sé fallegur og stuðningsmennirnir líka," sagði Mournho léttur

Mourinho, sem efur talað um það að hann eigi að fá verðlaun fyrir góða hegðun á hliðarlínunni á þessu tímabili, verður ekki refsað. Enska knattspyrnusambandið hefur gefið það út.

Hér að neðan má sjá myndband.

Sjá einnig:
England: Mögnuð endurkoma Man Utd á Selhurst Park



Athugasemdir
banner
banner