Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 06. mars 2018 09:31
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Raggi Sig verður klár fyrir Bandaríkjaferðina
Icelandair
Ragnar á landsliðsæfingu.
Ragnar á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson gat ekki spilað fyrsta leik Íslendingaliðsins Rostov eftir vetrarfrí í rússnesku deildinni. Hinir tveir Íslendingarnir spiluðu þegar liðið tapaði fyrir Krasnodar um helgina.

„Ég tognaði aðeins í vöðva. Þetta er einhver skrýtinn vöðvi sem ég hef aldrei heyrt um áður og ég er ekkert búinn að æfa með liðinu núna í átta daga," segir Ragnar í samtali við Sindra Sverrisson, blaðamann Morgunblaðsins.

Meiðslin eru smávægileg og ætti Ragnar að geta spilað gegn Zenit frá Pétursborg næsta sunnudag. Í næstu viku verður svo opinberaður landsliðshópur sem mætir Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í Bandaríkjunum 23. og 27. mars.

„Það var leiðinlegt að missa af þessum leik, en sem betur fer var þetta ekki verra en þetta," segir Ragnar en Rostov spilar með þriggja miðvarða varnarlínu og eru hann og Sverrir Ingi Ingason hugsaðir í hana ásamt einum í viðbót.

Ragnar gekk í raðir Rostov í janúar.

„Mér finnst þetta mjög fínt. Þetta eru skemmtilegir strákar og auðvitað er gott að hafa íslenska stráka hérna líka. Það léttir aðeins yfir öllu þegar maður kemur í nýtt lið."

Rostov situr í 9. sæti rússnesku deildarinnar og er þremur stigum frá umspilssæti um fall.
Athugasemdir
banner
banner
banner