þri 06. mars 2018 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramos tók metið af Scholes
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, nældi sér í gult spjald þegar Real Madrid lagði Paris Saint-Germain að velli í kvöld og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Þetta er ekki fyrsta spjald Ramos á ferlinum og fullyrðir undirritaður að þetta sé ekki það síðasta.

Eftir gula spjaldið í kvöld er Ramos orðinn sá leikmaður sem hefur sankað að sér flestum spjöldum í Meistaradeildinni.

Hann bætti met sem Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United, áttti í langan tíma.

Ramos er núna kominn með 37 spjöld í Meistaradeildinni.

Ramos er ekki fyrsti leikmaður Real Madrid sem stríðir fyrrum leikmanni Manchester United hvað varðar met í kvöld þar sem Cristiano Ronaldo fylgdi í fótspor Ruud van Nistelrooy.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner