Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. mars 2018 11:50
Elvar Geir Magnússon
Trommusláttur og flugeldar fyrir utan hótel Real Madrid í nótt
Hotel du Collectionneur.
Hotel du Collectionneur.
Mynd: Google maps
Hópur harðkjarna stuðningsmanna Paris Saint-Germain reyndu að trufla undirbúning Real Madrid fyrir viðureign liðanna í Meistaradeildinni í kvöld með því að veta með læti fyrir utan hótel liðsins.

Klukkan 1:30 voru flugeldar sprengdir og barið á trommur við liðshótelið í þeirri von að það myndi trufla svefn ríkjandi Evrópumeistara.

Lögreglan mætti á staðinn og fældi stuðningsmennina í burtu.

Lið Real Madrid dvelur á Hotel du Collectionneur í París sem er um átta kílómetrum frá heimavelli PSG, Parc des Princes.

Fyrri viðureignin í Madríd endaði 3-1 fyrir Real Madrid en í kvöld ræðst það hvort liðið kemst í 8-liða úrslitin. Neymar er ekki með PSG vegna meiðsla en hann mun ekki spila á næstunni.

Unai Emery, þjálfari PSG, hefur kallað eftir því að stuðningsmenn verði þeirra tólfti maður á leiknum í kvöld.

„Þetta er leikur sem þú spilar með höfðinu og hjartanu. Hjartað verður mikilvægast í leiknum," segir Emery en framundan er erfitt verkefni gegn Real Madrid sem stefnir að því að vinna Meistaradeildina þriðja árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner