Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 06. mars 2018 14:19
Elvar Geir Magnússon
Utanríkisráðherra talaði um að England gæti dregið sig úr keppni á HM
Ummæli Boris Johnson hafa farið illa ofan í fólk.
Ummæli Boris Johnson hafa farið illa ofan í fólk.
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hélt því fram að England gæti dregið sig úr keppni á HM og mætt ekki til Rússlands.

Ummælin tengjast því að Sergei Skripal, fyrrverandi njósnari Breta í Sovétríkjunum og síðar Rússlandi, og dóttir hans liggja þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að hafa misst meðvitund við verslunarmiðstöð í enska bænum Salisbury.

Talið er að eitrað hafi verið fyrir þeim og grunsemdir um að Rússar hafi staðið fyrir því. Johnson sagði að ef tenging milli Rússlands og verknaðarins sannist þá gæti England dregið sig út úr HM.

„Það væri erfitt að sjá hvernig Bretland gæti átt fulltrúa á HM í Rússlandi," sagði Johnson en England er eina breska landsliðið sem komst á HM.

Þekktir menn innan breska fótboltans hafa fordæmt þessi ummæli Johnson enda þekkt stefna að ekki eigi að blanda saman pólitík og fótbolta.

„Hann er ónothæfur kjáni! Af hverju að blanda fótbolta í þetta?" sagði Gary Neville um Johnson á Twitter.

Johnson sagði síðan að þessi ummæli sín ættu kannski frekar við breska boðsgesti og fulltrúa en landsliðið sjálft.

England á fyrsta leik á HM þann 18. júní gegn Túnis í Volgograd og mætir svo Panama og Belgíu í riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner