Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. mars 2018 09:55
Elvar Geir Magnússon
Wenger segist ekki ætla að hætta
Powerade
Ætlar ekki að hætta.
Ætlar ekki að hætta.
Mynd: Getty Images
Jorginho, leikmaður Napoli.
Jorginho, leikmaður Napoli.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakkanum. BBC tók saman það helsta en það má taka ýmsu með fyrirvara, þetta er jú allt saman slúður!

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að hann sé best til þess fallinn að leiða félagið áfram. Hann hefur sagt starfsliði sínu að hann muni ekki láta af störfum í sumar. (Times)

Hector Bellerín (22), bakvörður Arsenal, er bálreiður út í Wenger eftir að hafa verið bekkjaður í leiknum gegn Brighton á sunnudaginn. Byrjunarliðið var tilkynnt aðeins tveimur tímum fyrir leik. (Sun)

Belgíski landsliðssóknarleikmaðurinn Eden Hazard (27) tefur samningaviðræður við Chelsea í þeirri von að Real Madrid komi með tilboð. (Mail)

Manchester City, Manchester United og Arsenal hafa öll sent njósnara til að fylgjast með ítalska miðjumanninum Jorginho (26) hjá Napoli en hann er metinn á 60 milljónir punda. (Sun)

Southampton mun reka Mauricio Pellegrino í lok tímabils, sama þó liðið muni halda sér uppi í úrvalsdeildinni. Slavisa Jokanovic hjá Fulham og Graham Potter hjá Östersund koma til greina í starfið. (Mirror)

Mark Jenkins, framkvæmdastjóri West Brom, hefur ferðast til að hitta eiganda félagsins, Guochuan Lai, í Kína. Rætt verður um knattspyrnustjórann Alan Pardew meðal annars. (Telegraph)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá franska miðvörðinn Raphael Varane (24) frá Real Madrid í sumar. (Diario Gol)

Brasilíski miðjumaðurinn Ramires (30) vill fara aftur til Chelsea, tveimur árum eftir að hann yfirgaf bláliða fyrir kínverska félagið Jiangsu Suning. (Mirror)

Mario Balotelli (27), framherji Nice, hefur áhuga á því að fara til Juventus eða Napoli. (La Domenica Sport)

Lautaro Martínez (20), leikmaður Racing Club í Argentínu, er á leið í ítalska liðið Inter þrátt fyrir að Arsenal og Barcelona hafi sýnt honum áhuga. (Sport Mediaset)

Stoke City og Lazio hafa bæði áhuga á spænska miðjumanninum Fabian Ruiz (21) hjá Real Betis. (Mundo Deportivo)

Wolves, topplið ensku Championship-deildarinnar, vill fá portúgalska sóknarmanninn Andre Silva (22) frá AC Milan í sumar. Úlfarnir voru orðaðir við Silva í janúar en hann hefur ekki náð að finna sig hjá Milan. (Birmingham Mail)

Watford er meðal félaga í ensku úrvalsdeildinni sem hefur áhuga á varnarmanninum Ben Wilmot (18) hjá D-deildarliðinu Stevenage. (Watford)

Netflix mætir á Wembley á morgun þar sem Tottenham og Juventus eigast við í Meistaradeildinni. Um er að ræða upptöku fyrir þætti þar sem fylgst er með Ítalíumeisturunum bak við tjöldin. (Times)
Athugasemdir
banner
banner
banner