Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 22. desember
Championship
West Brom 2 - 0 Bristol City
Úrvalsdeildin
Everton 0 - 0 Chelsea
Fulham 0 - 0 Southampton
Leicester 0 - 3 Wolves
Man Utd 0 - 3 Bournemouth
Tottenham 3 - 6 Liverpool
Bundesligan
Wolfsburg 1 - 3 Dortmund
Bochum 2 - 0 Heidenheim
WORLD: International Friendlies
Northern Mariana Islands 0 - 8 Guam
Serie A
Atalanta 3 - 2 Empoli
Monza 1 - 2 Juventus
Roma 5 - 0 Parma
Venezia 2 - 1 Cagliari
La Liga
Betis 1 - 1 Vallecano
Real Madrid 4 - 2 Sevilla
Leganes 2 - 5 Villarreal
Valencia 2 - 2 Alaves
Las Palmas 1 - 0 Espanyol
lau 22.apr 2017 09:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Gylfi svarar spurningum lesenda

Lesendum Fótbolta.net gafst á dögunum kostur á að senda inn spurningar á okkar fremsta fótboltamann, Gylfa Þór Sigurðsson. Spurningarnar komu úr ýmsum áttum en hér má sjá afraksturinn.

Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Laxdal
Í hvaða stöðu myndir þú setja Sigga Dúllu í starting með landsliðinu?

Siggi Dúlla væri fínn uppi á topp sem target center, sterkur og með gott touch.

Brynjar Þór Eggertsson
Hefurðu unnið í saltfiski?

Hef ekki unnið i saltfisknum ennþá.

Magnús Víðisson
Ananas á pizzu?

Er pepperoni maður, en þegar eg breyti til þá er ananas á pizzunni.

Óttar Ingólfsson
Ég heyrði því fleygt að þú værir inn við beinið leyninörd og hefðir áhuga á ýmsu sem telst til þess flokks. Hvað er það nördalegasta við þig sem þú segir venjulega ekki frá?

Myndi ekki segja að það væri nördalegt, en ekki margir sem vita að ég er að byrja læra á píanó og spila mikið Pílu.

Benedikt Hendriksson
Ef þú gætir valið einn leikmann úr ensku úrvalsdeildinni til að koma til Swansea, hver væri það?

Ekkert að því að hafa Aguero uppá topp, hann myndi skila nokkrum mörkum á hverju tímabili.

Axel Guðmundsson
Hver er erfiðasti leikmaður sem þú hefur spilað á móti og er einhver sem kom þér á óvart?

Nemanja Matic og Kante eru hrikalega erfiðir á miðjunni en ég held að Hazard sé einn sá besti.

Árni Þórður Sigurðarson
Myndir þú koma heim til að spila með FH í lok ferlisins þó FH væri fallið niður í 1. deild?

Myndi gera það, en sé ekki fyrir mer að FH muni einhvertímann falla úr efstu deild.

Davíð Guðmundsson
Hvað fór í gegnum hausinn á þér þegar þú skoraðir þessi tvö glæsilegu mörk fyrir u21 liðið árið 2010 gegn Skotlandi útí Skotlandi?

Man að ég hugsaði eftir leikinn „Hvað var ég eiginlega að skjóta þaðan?" - En þetta var auðvitað einn skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað og geggjað að komast á EM í gegnum umspil.

Arnór Birgisson
Spilar þú FIFA/FM ef svo færðu þá smá EGO búst og kaupir sjálfan þig til stórliða?

Spila FIFA með félögunum, við (Swansea) erum bara svo slappir i FIFA þannig eg spila alltaf sem Real Madrid eða Barcelona.

Daníel Victor Albertsson
Ef ég ætla að taka aukaæfingu, hvað er best að leggja áherslu á?

Fer algjörlega eftir því hvað þú vilt/þarft að bæta. Sjálfur myndi eg mæla með bolta æfingum til að bæta tæknina, og æfa verri fótinn.

Guðmundur Guðmundsson
Hver er þinn uppáhalds leikmaður fyrir utan þig sjálfan?

Það var Frank Lampard, en í dag er það örugglega Luka Modric.

Friðrik Dór Jónsson
Nú lést þú skrá á þig mark á Shell mótinu sem Friðrik Dór Jónsson skoraði raunar beint úr hornspyrnu. Hvað finnst samvisku þinni um þá ákvörðun í dag?

Sæll Friðrik, við vitum það báðir að ég snerti boltann og stýrði honum í fjær hornið. En vill annars þakka þér fyrir ágætis stoðsendingu.

Davíð Fannar Ragnarsson
Hvernig nýtirðu frídagana þína helst?

Flestir dagar fara í það að spila golf, slappa af heima með konunni og labba með hundinn. Förum líka mikið til London þegar við eigum tveggja daga frí.

Gunnar Ingi Guðjónsson
Hver voru þín helstu markmið þegar þú varst yngri?

Verða atvinnumaður i fótbolta og spila í ensku úrvalsdeildinni.

Garðar Ingi Leifsson
Hvert er uppáhalds útskotið þitt í 501? #peelan?

86... er mikið að taka út í double 16.

Ingólfur Pétursson
Hver í landsliðinu er bestur í reitarbolta?

Jóhann Berg er ágætur.

Edda Björg Snorradóttir
Hvað borðar þú í morgunmat?

Fæ mér venjulega hafragraut, ommilettu og banana.

Hrafnkell Ásgeirsson
Hvort finnst þér betra, brauð eða kjöt?

Held að ég verði að velja góða steik.

Þorsteinn B. Eyjólfsson
Þér hefur gengið virkilega vel undanfarið en hvað er erfiðasti tíminn á þínum ferli og hvað gerðiru til að komast yfir þann tíma?

Ætli minn erfiðasti tími hafi ekki verið hjá Tottenham. Hélt áfram að reyna bæta mig á hverjum degi og hugsaði alltaf um að ég væri nógu góður, ég vissi að þegar ég myndi fá nokkra leiki til að spila þá myndi ég standa mig en þurfti svo að fara til Swansea til að sanna það.

Valgeir Valgeirsson
Þegar þú tókst aukaæfingar og æfðir skotin þín, hvernig skaustu? Til dæmis hljópstu með boltann og skaust svo eða varstu með boltan kjurran og skaust svo? Hvernig æfðiru skotin?

Æfði bæði, æfði samt mest að taka 1-2 snertingar áður en ég skaut.

Sigurður E. Sigurjónsson
Þegar þú tekur aukaspyrnu, hvaða markmann viltu síst láta standa í markinu?

Thibaut Courtois, rosalega stór og með langar hendur.

Elís Fannar Hafsteinsson
Nú er pabbi þinn Haukamaður, hvort ert þú meiri Haukamaður eða FH ingur ? :)

Ég er FH-ingur.

Frímann Björnsson
Segjum að þú hafir hætt að æfa fótbolta 17 ára - hvað værir þú að gera í dag?

Ætli ég hafi ekki reynt fyrir mér í golfi. Ef það hefði ekki gengið, þá hef ég ekki hugmynd hvað ég væri að gera í dag.

Róbert Nökkvi Jörgenson
Hvaða fótboltalið studdir þú þegar þú varst lítill?

Ég hélt með Manchester United, var alinn upp við það.

Lárus Orri Clausen
Hver er uppáhalds liturinn þinn?

Blár.

Guðni Ragnarsson
Hver er bestur í golfi í landsliðinu?

Verð að setja mig í fyrsta sætið en Ömmi er nálægt mér. Svo koma Alfreð og Sverrir Ingi i 3. og 4. sæti.

Axel Guðmundsson
Ef þú ættir ráðleggja ungum knattspyrnustrákum og -stelpum eitthvað, hvert yrði þitt ráð?

Æfa mikið, og hafa trú á sjálfum þér.

Andri Freyr Jónasson
Hvernig undirbýrðu þig fyrir leiki, einhver góð tips t.d. góð pepp lög á spotify?

Já ég hlusta oftast a mína eigin tónlist í klefanum fyrir leiki, fer í nudd og spjalla aðeins við strákana. En svo þegar maður fer út á völl að hita upp þá kemst maður í gírinn.

Róbert Marwin Gunnarsson
Af öllum sem þú hefur spilað með á þínum atvinnuferli, hver er uppáhaldsvinur þinn?

Eggert Gunnþór og Jóhann Berg.

Lúkas Emil Johansen
Hvert er þitt uppáhalds mark á ferllinum?

Aukaspyrnan á móti Arsenal og fyrsta markið mitt á Old Trafford.

Daði Ólafsson
Með hverjum eyðirðu mesta tímanum í Swansea?

Er svolítið með Wayne Routledge en við spilum golf saman, svo Jack Cork og Kyle Naughton.

Hallur Flosason
Hefur það hjálpað þér á atvinnumannaferli þínum að hafa sleppt drykkju á áfengi?

Já ég held það, ég hef verið mjög heppinn hingað til með vöðvameiðsli og ég held að það sé stór ástæða fyrir því.

Róbert Leó Sigurðarson
Sæll Gylfari, hvernig helduru hárinu þínu svona þykku í leikjum þegar það er dramatískt rigning?

Leyndarmálið er smá vaselín, en er hættur að nota það í dag.

Hermann Óli Davíðsson
Hver er flippaðastur í Swansea?

Leroy Fer er algjör snillingur.

Jón Óskar Sigurðsson
Hvað notar þú marga takkaskó á mánuði?

2-3 pör myndi eg giska á.

Guðjón Þorsteinsson
Hvað áttu marga bolta?

1.

Gunnar Skaptason
Hlöllabátar eða Nonnabiti?

Úff, hef ekki prófað Nonnabita, svo ég verð að segja Hlöllabátar.

Grétar Óskarsson
Ég hef æft fótbolta mjög lengi og hef alltaf viljað verða góður í aukaspyrnum. Hvernig verð ég jafn góður og þú að taka aukaspyrnur?

Þarft að æfa þig reglulega að taka aukaspyrnur

Heiða Kristín Káradóttir
Hver var þín helsta fyrirmynd í fótbolta þegar þú varst lítill?

Ég horfði mikið a Frank Lampard og reyndi að læra af honum

Bekan Sigurður Kalmansson
Lagðiru mikla áherslu á styrktaræfingar þegar þú varst yngri, ef svo hvað varstu helst að leggja áherslu á?

Já ég var nokkuð seinþroska líkamlega, ég byrjaði ungur í styrktaræfingum hjá Gauta Grétars sjúkraþjálfara. Ég lagði ekki áherslu á eitthvað sérstakt heldur reyndi að styrkja allan líkamann.

Davíð Ísar Einarsson
Hvað er best að borða fyrir leik og hvað er best fyrir æfingar?

Það er rosalega persónubundið, ég er kominn með mína eigin rútínu. Borða mest síðustu tvo dagana fyrir leikdag, en á leikdegi borða ég ekkert rosalega mikið. Við æfum klukkan 10:30 svo ég fæ mér bara hefðbundinn morgunmat fyrir æfingar.

Arnór Ingi Ingvason
Hver var þinn besti vinur í Tottenham?

Þegar ég var í Tottenham þá var ég mest með Bale, Huddlestone og Livermore.

Árni Snær Ólafsson
Heldur þú að þú eigir eftir að spila á Íslandi þegar atvinnumannaferli lýkur?

Það var alltaf hugmyndin hja mer að koma heim og spila í 1-2 ár, en ég er ekki alveg viss lengur hvað ég geri.

Árni Fannar Kristinsson
Hver var erfiðasti andstæðingurinn þinn í yngri flokkum á Íslandi?

Rúrik Gíslason.
Athugasemdir
banner