Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   mán 06. maí 2013 21:26
Brynjar Ingi Erluson
Jóhann Birnir: Þið vitið aldrei neitt um okkur!
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, var súr eftir 2-1 tap liðsins gegn FH í kvöld og skaut jafnframt á umfjöllun fjölmiðla um Keflavík.

,,Já, alveg hrikalega. Við gáfum eiginlega leikinn á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik, annars fannst mér við vera betri. Við vorum heilt yfir betri, nema þessi kafli, við fengum á okkur klaufalegt mark og þá kom smá sjokk," sagði Jóhann.

,,Mér fannst, segi nú ekki eitt lið á vellinum, þeir fengu nú fullt af færum líka, en við vorum grimmir og mér fannst þeir vera hræddir við okkur."

,,Við vitum það í Keflavík að það þarf að spila leikina. Ég held að ég hafi verið í tíu tímabil með Keflavík og okkur níu sinnum verið spáð falli, meira að segja tímabilið sem við lentum í öðru sæti."

,,Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt."

,,Mér er skítsama, ef það á að gera þetta almenninlega, þá á að sinna öllum liðunum,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner