Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   þri 06. maí 2014 17:00
Magnús Már Einarsson
Hafþór Mar í Selfoss á láni (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hefur fengið kantmanninn Hafþór Mar Aðalgeirsson á láni frá Fram.

Hafþór Mar kom til Fram frá Völsungi síðastliðið haust en hann hefur verið talsvert meiddur í vetur.

Þessi 19 ára gamli leikmaður mun nú hefja tímabilið með Selfyssingum á láni í 1. deildinni.

Hafþór Mar gerði sjö mörk í fimmtán deildarleikjum fyrir Völsung í fyrstu deildinni í fyrrasumar, en hann hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin ár.

Þá hefur Hafþór einnig leikið með U17 og U19 ára landsliði Íslands á ferlinum.

Selfyssingar mæta ÍA í fyrstu umferðinni í 1. deildinni á Akranesi á föstudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner