banner
   fös 06. maí 2016 15:11
Magnús Már Einarsson
Copa America og Sumarmessan á Stöð 2 Sport
Argentínumenn spila á Copa America.
Argentínumenn spila á Copa America.
Mynd: Getty Images
365 hefur tryggt sér sýningarréttinn að Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu, Copa America, og mun sýna frá leikjum keppninnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

„Við erum hæstánægð að geta boðið áhorfendum okkar áfram upp á úrvalsíþróttaefni í allt sumar,“ sagði Ágúst Héðinsson, forstöðumaður íþróttasviðs 365.

„Copa America fagnar 100 ára afmæli í ár og er því sérstök hátíðarútgáfa af keppninni haldin í Bandaríkjunum í ár. Óhætt er að fullyrða að keppnin verður hin glæsilegasta enda mæta þar til leiks mörg af allra sterkustu landsliðum heims.“

Ásamt því að sýna leiki keppninnar í beinni útsendingu verður farið yfir hvern keppnisdag í Sumarmessunni, sem verður á dagskrá öll kvöld klukkan 22.00. Ásamt því að fara yfir leikina í Copa America verður farið yfir það helsta frá EM í Frakklandi, mörkin skoðuð og helstu atvik rædd ásamt stærstu íþróttafréttum dagsins. Sumarmessunni verður stýrt af öflugu starfsliði íþróttadeildar 365.

Copa America hefst 3. júní en alls taka sextán lið þátt í keppninni í þetta sinn, fleiri en nokkru sinni fyrr.

Auk beinna útsendinga frá Copa America verður nóg um að vera á Stöð 2 Sport í sumar en fyrst ber að nefna að metfjöldi útsendinga verður frá leikjum Pepsi-deildar karla, Pepsi-deildar kvenna og Inkasso-deildinni. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður á sínum stað, sem og UFC og Formúla 1. Sýnt verður frá stærsta tennismóti heims, Wimbledon-mótinu, auk þess sem að skærustu frjálsíþróttastjörnur heims verða í eldlínunni í Demantamótaröðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner