Svakaleg barátta um Isak - Stórliðin á Englandi vilja senegalskan landsliðsmann - Garnacho til Barcelona?
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fös 06. maí 2016 22:41
Arnar Daði Arnarsson
Óli Stefán: Spennustigið var mjög hátt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að það hafi verið mikill léttir að vinna fyrsta leik sumarsins í kvöld. Grindavík sigruðu Hauka á heimavelli 3-2 eftir að hafa lent undir í byrjun leiks.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Haukar

„Það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri í fyrsta leik á móti frábæru og vel skipulögðu Haukaliði. Maður veit það þegar maður er að mæta Luka og félögum að við erum að fara í slagsmál. Það er mjög mikill léttir að klára þetta."

Haukar komust yfir eins og fyrr segir en Grindvíkingar svöruðu og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir klukkutíma leik.

„Þetta er í raun eina sem þeir ógna okkur þannig séð í fyrri hálfleik. Þeir voru með langa bolta og slagsmál. Við svöruðum vel fyrir okkur og ég er mjög ánægður hvernig við brugðumst við að lenda undir. Það var mikil spenna og spennustigið var mjög hátt. Þess var ég ánægður og með fótboltann sem við spiluðum uppúr því."

„Við komum gríðarlega vel stefndir og fórum vel yfir það sem við ætluðum að gera. Ég hefði viljað fá fleiri mörk á þessum kafla. Svo komast þeir inn í leikinn og þá tekur stressið við. Sem betur fer náðum við að sigla þessu heim," sagði Óli Stefán í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner