Salah draumur Sáda - Man Utd og Chelsea vilja miðvörð Benfica - Gyökeres vill fylgja Amorim
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
banner
   fös 06. maí 2016 22:41
Arnar Daði Arnarsson
Óli Stefán: Spennustigið var mjög hátt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að það hafi verið mikill léttir að vinna fyrsta leik sumarsins í kvöld. Grindavík sigruðu Hauka á heimavelli 3-2 eftir að hafa lent undir í byrjun leiks.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 Haukar

„Það var mikilvægt fyrir okkur að ná sigri í fyrsta leik á móti frábæru og vel skipulögðu Haukaliði. Maður veit það þegar maður er að mæta Luka og félögum að við erum að fara í slagsmál. Það er mjög mikill léttir að klára þetta."

Haukar komust yfir eins og fyrr segir en Grindvíkingar svöruðu og voru komnir tveimur mörkum yfir eftir klukkutíma leik.

„Þetta er í raun eina sem þeir ógna okkur þannig séð í fyrri hálfleik. Þeir voru með langa bolta og slagsmál. Við svöruðum vel fyrir okkur og ég er mjög ánægður hvernig við brugðumst við að lenda undir. Það var mikil spenna og spennustigið var mjög hátt. Þess var ég ánægður og með fótboltann sem við spiluðum uppúr því."

„Við komum gríðarlega vel stefndir og fórum vel yfir það sem við ætluðum að gera. Ég hefði viljað fá fleiri mörk á þessum kafla. Svo komast þeir inn í leikinn og þá tekur stressið við. Sem betur fer náðum við að sigla þessu heim," sagði Óli Stefán í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner