Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. maí 2016 09:15
Magnús Már Einarsson
Orri Þórðar: Er ánægður með hópinn
Orri Þórðarson.
Orri Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er spáð 8. sæti í Pepsi-deild kvenna í sumar. Kemur sú spá Orra Þórðarsyni, þjálfara liðsins, á óvart?

„Nei, ég hef ekkert verið að velta því fyrir mér," sagði Orri.

Hvert er markmið FH liðsins í sumar? „Fá eins mörg stig og við getum," svaraði Orri stuttorður.

„Stelpurnar hafa æft vel og eru í góðu standi. Leikirnir hafa gengið upp og ofan en FH-liðið verður klárt í fyrsta leik."

Aldís Kara Lúðvíksdóttir er komin aftur á heimaslóðir eftir að hafa leikið með Íslandsmeisturum Breiðabliks undanfarin tvö ár. Orri fagnar því að fá hana aftur til FH.

„Það er frábært. Hún á eftir að reynast okkur mikilvæg í sumar," sagði Orri.

Auk Aldísar er Jeannette J Williams komin í markið og María Selma Haseta er komin aftur til FH frá Val. Orri reiknar ekki með frekari liðsstyrk fyrir mót.

„Nei, ekki nema eitthvað detti af himnum ofan. Ég er ánægður með hópinn," sagði Orri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner