Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 06. maí 2016 14:30
Magnús Már Einarsson
Rikki G velur sitt draumalið
Liðið hans Rikka.  Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Liðið hans Rikka. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Fótbolti.net
Davíð Þór er á miðjunni.
Davíð Þór er á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita hefst á morgun og skráning í leikinn er í fullum gangi.

Rikki G á Stöð 2 Sport er búinn að setja sitt lið upp.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Mark:
Gunnleifur Gunnleifsson. Gulli er ekki bara frábær markvörður. Menn fyrir framan hann treysta honum 100%. Klárlega besti markvörður deildarinnar í fyrra. Gat lítið gert í mörkunum gegn Ólsurum.

Varnarmenn:
Jonathan Hendrickx sennilega besti hægri bakvörður deildarinnar. Mjög góður bæði varnar og sóknarlega. Myndi hafa Bjarna Ólaf Eiríksson vinstra megin. Ennþá með mikil gæði á vellinum. Hafsentar yrðu Damir Muminovic og Kassim Doumbia. Fannst Damir frábær á síðustu leiktíð og þvílíkur þroski á hans leik síðan hann kom í Breiðablik. Kassim skapar chaos allsstaðar sem hann er. Vítateig sínum eða andstæðingsins. Villtur en bakkar það upp með gæðum.

Miðjumenn:
Oliver Sigurjónsson. Einn af mínum uppáhalds leikmönnum í deildinni. Ég er gamall iðnaðarmaður og kann því að meta leikmann eins og Oliver.
Kristinn Freyr: Getur verið skemmtilegasti og flinkasti leikmaður deildarinnar þegar hann nennir því. Gæði út í gegn en þarf stundum stöðugleika.
Davíð Þór Viðarsson: Kóngurinn á miðsvæðinu hjá FH. Sennilega besti leiðtogi landsins í fótbolta. Ef það ætti að skipta í 2 lið og ég ætti að kjósa fyrstur þá yrði Davíð strax valinn fyrstur.

Framherjar:
Hólmbert Aron Friðjónsson. Hef svo mikla trú á að Hólmbert springi út í sumar og raði inn mörkum. Hefur allt sem framherji vill hafa. Fínan hraða, ágætis tækni, góður að halda boltanum og sterkur í loftinu. Ef hann helst heill þá gæti hann orðið banvænn fyrir önnur lið.
Emil Atlason: Held að það sé komið að því að Emil raði inn mörkum. Nú spilar hann í 9 stöðunni og var óheppinn/klaufi að skora ekki gegn FH. Gæti alveg náð 9 til 10 mörkum á tímabilinu.
Óskar Örn Hauksson: Óskar hefur verið toppklassi í svo mörg ár og það er ekkert að fara að breytast í sumar.

Sjá einnig:
Aron Einar Gunnarsson velur sitt draumalið
Gummi Steinars velur sitt draumalið
Bjarki Már Elísson velur sitt draumalið
Athugasemdir
banner
banner