Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. maí 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Stefán Árni spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Stefán Árni Pálsson.
Stefán Árni Pálsson.
Mynd: Úr einkasafni
Rooney skorar samkvæmt spánni.
Rooney skorar samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Stefán segir að partýið haldi áfram hjá Leicester.
Stefán segir að partýið haldi áfram hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Arsenal nær að vinna Manchester City samkvæmt spánni.
Arsenal nær að vinna Manchester City samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í enska boltann fyrir viku.

Að þessu sinni er það stjörnublaðamaðurinn Stefán Árni Pálsson á Vísi sem spáir í leikina.



Norwich City 1 - 2 Manchester United (11:45 á morgun)
Á meðan Norwich berst fyrir sæti sínu í deildinni á Manchester United enn veika von á því að enda í efstu fjórum sætunum og því held ég að þetta verði of erfitt verkefni fyrir heimamenn. United mun komast í 2-0 og Norwich klórar í bakkann undir lokin. Rooney mun skora í þessum leik.

Bournemouth 1 - 1 West Bromwich Albion (14:00 á morgun)
Lið sem eru bæði búin að tryggja veru sína í efstu deild og þetta verður jafn og nokkuð skemmtilegur leikur. Held að menn séu samt komnir með hugann við sumarfrí og mörkin verði ekki mörg.

Aston Villa 0 - 3 Newcastle United (14:00 á morgun)
Aston Villa getur ekki keypt sér sigur þó hann væri á 75% afslætti og því mun Newcastle rúlla yfir þá. Benitez er að ná að keyra sína menn í gang og mun liðið halda sér í efstu deild, þar sem það á heima.

Crystal Palace 0 - 2 Stoke City (14:00 á morgun)
Leikmenn Crystal Palace eru komnir með hugann við úrslitaleikinn á Wembley og sætið tryggt í deildinni. Stoke mun fara þægilega í gegnum þennan leik, þrátt fyrir að hann fari fram í London.

Sunderland 1 - 1 Chelsea (14:00 á morgun)
Sunderland nær í stig í þessum leik, enda liðið í baráttu um sætið mikilvæga í ensku úrvalsdeildinni. Leikmenn liðsins eiga eftir að djöflast allan leikinn, hlaupa eins og vitleysingar en þegar orkan verður búin, kemur jöfnunarmark frá Chelsea. Hazard setur hann, annan leikinn í röð.

West Ham United 2 - 0 Swansea City (14:00 á morgun)
Ég tel að leikmenn Swansea séu hættir. West Ham á heimavelli og liðið vill ná í sæti í Evrópudeildinni, í það minnsta. Liðið mun vinna góðan sigur.

Leicester City 3 - 0 Everton (16:30 á morgun)
Leicester er orðið enskur meistari, og því öll pressa farinn af leikmönnum liðsins. Stemningin á vellinum, gleði leikmanna og sú staðreynd að liðið er að spila fyrsta leikinn í sögu félagsins sem meistarar á heimavelli mun skila þeim öruggum sigri. Það verður eflaust einhver þynnka í leikmönnum liðsins en þeir vilja vinna á heimavelli og fagna almennilega með sínum stuðningsmönnum.

Tottenham Hotspur 1 - 1 Southampton (12:30 á sunnudag)
Það verður erfitt fyrir leikmenn Tottenham að gíra sig í þetta verkefni, en liðið verður að gera það. Spurs vill ekki missa 2. sætið, sem kemur þeim beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það er samt sem áður hægara sagt en gert að mæta í leik þegar þú ert ný búinn að tapa í baráttunni um enska meistaratitilinn. Southampton mun því ná í stig á White Hart Lane.

Liverpool 2 - 0 Watford (15:00 á sunnudag)
Liverpool á enn mögulega á Evrópudeildarsæti og fer þægilega í gegnum þennan leik. Stemningin á Anfield verður rosaleg að vanda.

Manchester City 1 - 2 Arsenal (15:00 á sunnudag)
Stórleikur umferðarinnar. Ég held að Wenger eigi eftir að ná að stappa stálinu í sína menn og þeir fari með sigur af hólmi á erfiðum útivelli. Arsenal ætlar sér að ná í annað sætið í deildinni og það fór of mikil orka í leikinn gegn Real Madrid hjá leikmönnum Manchester City. Ég spái rosalegri baráttu um þetta mikilvæga fjórða sæti, milli Man. Utd. og Manchester City.

Fyrri spámenn:
Matthías Vilhjálmsson (7 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Sigurbjörn Hreiðarsson (6 réttir)
Rúnar Már Sigurjónsson (6 réttir)
Arnór Atlason (5 réttir)
Bjarni Benediktsson (5 réttir)
Björn Bragi Arnarsson (5 réttir)
Bogi Ágústsson (5 réttir)
Hannes Þór Halldórsson (5 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (5 réttir)
Haraldur Örn Hannesson (5 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (5 réttir)
Gísli Marteinn Baldursson (4 réttir)
Guðmundur Þórarinsson (4 réttir)
Jóhann Alfreð Kristinsson (4 réttir)
Páll Magnússon (4 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (4 réttir)
Helgi Björnsson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (4 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (4 réttir)
Ari Freyr Skúlason (3 réttir)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (3 réttir
Dagur Sigurðsson (3 réttir)
Gunnleifur Gunnleifsson (3 réttir)
Egill Helgason (3 réttir)
Fannar Ólafsson (3 réttir)
Jóhannes Karl Guðjónsson (3 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (3 réttir)
Ólafur Darri Ólafsson (3 réttir)
Sóli Hólm (3 réttir)
Sverrir Ingi Ingason (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner