„Ég er sérstaklega ánægður með þessi úrslit. Þessi leikur sem slíkur var ekki sérstakur. Ég var ánægður með fyrri hálfleik en við vorum slakir í seinni hálfleik," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA.
ÍA er með 9 stig í 1. deildinni eftir 2-0 sigur gegn HK í kvöld.
„HK er með öflugt lið og við vissum það. Þeir eru hraðir í framlínunni en voru ekki að skapa sér mörg færi. Vörnin okkar hélt vel."
Gunnlaugur þjálfaði HK í fyrra. Var öðruvísi tilfinning að leika gegn þeim en öðrum liðum?
„Það hafa verið talsverðar breytingar á liðinu en jú það er sérstakt að mæta liði sem er svona stutt síðan maður var hjá," sagði Gunnlaugur en viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir