
„Þetta verður erfiður leikur, en við erum klárir í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, sóknarmaður íslenska landsliðsins, aðspurður út í stórleikinn gegn Króatíu á sunnudag.
Björn hefur verið að koma meira og meira inn í íslenska liðið að undanförnu. Hann skoraði gegn Kosóvó í mars.
Björn hefur verið að koma meira og meira inn í íslenska liðið að undanförnu. Hann skoraði gegn Kosóvó í mars.
„Þetta er búið að vera rosalega gaman og það er gaman að fólki finnist manni vera að standa sig vel og þetta er spennandi."
Björn hefur verið að spila vel í Noregi með liði sínu Molde.
„Persónulega jú, bara mjög vel," sagði Björn þegar hann var spurður að því hvort hann væri ánægður með sitt tímabil persónulega. „Liðið er svona upp og niður þannig að við erum að reyna að finna stöðugleika."
Björn tók sér frí í landsliðinu í nokkur ár, en nú er hann eins og áður segir kominn til baka. Hann er búinn að spila síðustu leiki og hefur verið að standa sig mjög vel.
„Það var algjörlega kominn tími á það (að byrja aftur) og svo sér maður hvað þetta er frábært, ég get ekki sagt það að ég sjái eftir því að hafa ekki verið með, en það er bara rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn hress.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir