
Stórleikurinn gegn Króatíu á sunnudag leggst vel í Ragnar Sigurðsson, varnarmann íslenska landsliðsins.
Ísland er fyrir leikinn í öðru sæti í Riðli I undankeppni HM. Króatía er í efsta sæti riðilsins með þremur stigum meira en Ísland.
Ísland er fyrir leikinn í öðru sæti í Riðli I undankeppni HM. Króatía er í efsta sæti riðilsins með þremur stigum meira en Ísland.
„Þetta leggst mjög vel í mig, eins og alltaf," sagði Ragnar í viðtali fyrir stuttu. „Það er alltaf gaman að hitta liðið og undirbúa sig fyrir stóra og mikilvæga leiki."
Ragnar var spurður að því hvort hann væri orðinn leiður á því að mæta Mario Mandzukic og stjórstjörnum Króata.
„Ég er ekkert orðinn leiður á því, ég hugsa að ég verði ekkert leiður á því fyrr en við vinnum þá," sagði hann.
Ragnar hefur lítið verið að spila með Fulham í vetur, en hann segir að það hafi komið niður á líkamlegu standi sínu.
„Það er langt síðan ég var í svona góðu líkamlegu standi."
Luka Modric og Mario Mandzukic voru báðir mjög öflugir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum.
„Það var allt annar leikur, þeir eiga eftir að koma hingað og eiga varla eftir að nenna þessu, þannig að ég er ekkert að spá í því."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir