Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   mið 06. júní 2018 10:36
Magnús Már Einarsson
Gylfi fyrirliði á morgun - Aron nær Argentínuleiknum
Icelandair
Gylfi kom inn á sem varamaður gegn Noregi.
Gylfi kom inn á sem varamaður gegn Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í vináttuleiknum gegn Gana annað kvöld. Gylfi byrjar þar sinn fyrsta leik síðan hann meiddist á hné í leik með Everton fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.

Gylfi spilaði hálftíma gegn Noregi um síðustu helgi og skoraði annað mark Íslands.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, er eini leikmaðurinn í landsliðshópnum sem er ekki klár í slaginn fyrir leikinn gegn Gana annað kvöld.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að Aron verði klár í leikinn gegn Argentínu eftir tíu daga.

„Allir leikmenn eru heilir nema Aron sem er á réttri leið. Hann er á aðeins betri stað en við bjuggumst við og verður klár gegn Argentínu," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

Ennþá eru til tæplega 2000 miðar á leikinn annað kvöld en miðasala er í gangi á á midi.is..
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner