Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. júlí 2013 16:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Football Italia 
Milan gæti keypt Alfreð Finnbogason
Mynd: Getty Images
AC Milan er að undirbúa 5 milljón evra tilboð í Alfreð Finnbogason, sóknarmann Heerenveen.

Samkvæmt CalcioNews24 stakk Marco Van Basten, þjálfari Heerenveen, upp á því að Milan gerði tilboð í leikmanninn.

Alfreð er 24 ára gamall og hefur verið á mála hjá Heerenveen í eitt ár og skoraði hann 24 mörk í 31 deildarleik á sínu fyrsta tímabili.

Alfreð yrði lærlingur Mario Balotelli og myndi hjálpa til við að lækka meðalaldur liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner