lau 06. júlí 2013 07:20
Brynjar Ingi Erluson
Simon Kjær til Lille (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Franska úrvalsdeildarliðið Lille hefur fest kaup á danska varnarmanninum Simon Kjær, en hann kemur frá Wolfsburg.

Kjær, sem er 24 ára gamall, hóf feril sinn hjá Midtjylland í heimalandinu áður en hann samdi við Palermo á Ítalíu.

Hann lék vel með Palermo og þrátt fyrir áhuga frá Manchester United, Manchester City og Juventus þá ákvað hann að semja við Wolfsburg.

Honum gekk illa að finna sig þar og var lánaður til AS Roma í eitt tímabil, en eftir að hann kom úr láninu frá Roma þá var hann búinn að ákveða að yfirgefa Wolfsburg.

Hann hefur nú samið við Lille í Frakklandi, en samningur hans er til fjögurra ára. Lille borgar fyrir hann 2 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner