Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. júlí 2015 22:29
Daníel Freyr Jónsson
2. deild: Tindastóll með heimasigur
Tindastóll náði í þrjú mikilvæg stig.
Tindastóll náði í þrjú mikilvæg stig.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Tindastóll 1 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Fannar Örn Kolbeinsson ('72)
Rautt spjald: Bjarni Smári Gíslason ('56)

Fannar Örn Kolbeinsson gerði eina mark leiksins eftir hornspyrnu í sigri Tindastóls á Dalvík/Reyni á Sauðárkróksvelli í lokaleik 10. umferðar 2. deildar í kvöld.

Tindastóll skoruðu eina mark leiksins þrátt fyrir að hafa verið manni færri eftir að Bjarni Smári Gíslason fékk að líta rauða spjaldið eftir 56 mínútna leik.

Markið kom á 72. mínútu, en um var að ræða mikinn fallbaráttuslag þar sem liðin voru í neðstu tveimur sætunum fyrir leikinn.

Tindastóll lyfti sér upp í níunda sætið með sigrinum og hefur núna tíu stig eftir tíu leiki. Dalvík/Reynir er á sama tíma í vandræðum og er á botninum með fimm stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner