Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 06. júlí 2015 17:32
Elvar Geir Magnússon
Ásgeir Börkur viðurkennir rifrildi: Þetta er búið í dag
Ásgeir Börkur, fyrirliði Fylkis.
Ásgeir Börkur, fyrirliði Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta voru tveir fullorðnir karlmenn að ræða málin. Við vorum ósáttir við skelfilegan leik í Eyjum. Við í Árbænum höfum tilfinningar og þetta er bara eitthvað sem gerðist. Þetta er búið í dag,“ sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði Fylkis, við Vísi um rifrildi sem hann átti við Ólaf Geir Magnússon í meistaraflokksráði félagsins.

Það var hiti í klefa Árbæjarliðsins eftir 4-0 tap gegn ÍBV í bikarnum um helgina.

„Svo það sé alveg á hreinu þá hafði þetta engin áhrif á það sem gerðist í dag. Það er ekki mitt að meta hvort það hafi verið rétt ákvörðun. Við erum með menn í stjórninni sem stjórna þessum málum. Ási gerði flotta hluti í Árbænum og verður aldrei gert lítið úr því," segir Ásgeir Börkur við Vísi og býður nýjan þjálfara velkominn til starfa.

„Þetta var ekkert alvarlegt, menn eru bara með „passion" fyrir hlutunum," segir Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, um rifrildið.

Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari Fylkis í dag og Hermann Hreiðarsson er tekinn við eins og staðfest var í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner