Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. júlí 2015 19:48
Elvar Geir Magnússon
Chuck til Keflavíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Keflavík hefur fengið Chukwudi Chijindu sem kallaður er Chuck. Íslenskir fótboltaáhugamenn þekkja þennan sóknarmann frá því að hann lék með Þór í efstu deild.

Frá þessu er greint á heimasíðu Víkurfrétta.

Chuck skoraði tíu mörk þegar hann lék með Þór í efstu deild 2013.

Haukur Ingi Guðnason, annar þjálfari Keflavíkur, segir við Víkurfréttir að hann sé spenntur fyrir nýja leikmanninum og segir að von sé á enn meiri styrkingu.

Chuck verður löglegur þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí og leikur því væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Keflavík gegn Víkingi sunnudaginn 19. júlí.

Keflvíkingar vonast til þess að Chuck hjálpi liðinu að laga stöðu sína í deildinni sem er vægast sagt erfið. Keflavík vermir botnsætið, er með 4 stig eftir 10 leiki og fjórum stigum á eftir næst neðsta liði og fimm stigum á eftir liðum í 8.-10. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner