Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. júlí 2015 21:20
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Hemmi Hreiðars: Hálfgert félagsheimili hjá fjölskyldunni
Hermann Hreiðarsson er kominn aftur út í þjálfun en hann var með ÍBV 2013.
Hermann Hreiðarsson er kominn aftur út í þjálfun en hann var með ÍBV 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hermann var til aðstoðar hjá kvennaliði Fylkis í fyrra.
Hermann var til aðstoðar hjá kvennaliði Fylkis í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var ekki alveg á planinu. Ég er spenntur fyrir þessu, annars hefði ég auðvitað ekki tekið þetta," segir Hermann Hreiðarsson sem er nýr þjálfari Fylkis eftir að Ásmundur Arnarsson var rekinn í dag.

Hlakka til að keyra þetta í gang
„Fyrir nokkru síðan var manni farið að kitla. Í fyrra gat maður gripið í þetta og var meira og minna með konunni í æfingum og leikjum. Það var geggjað að geta svalað þorstanum aðeins í því þegar maður er kominn með smá bakteríu í þjálfuninni. Ég hlakka gríðarlega til að keyra þetta í gang núna."

Hermann þekkir mjög vel til Fylkis enda var hann oft eiginkonu sinni, Rögnu Lóu Stefánsdóttur, til aðstoðar í fyrra þegar hún þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá félaginu. Hann og hans fjölskylda hafa verið tíðir gestir á félagssvæði Fylkis.

„Maður er búinn að vera duglegur að fara á völlinn hjá bæði stelpunum og strákunum í Fylki. Svo á maður dætur sem eru í klúbbnum og konan verið að sinna stjórnarstörfum svo þetta er hálfgert félagsheimili hjá fjölskyldunni," segir Hermann.

Það er stóra „secretið
Miklar væntingar voru gerðar til Fylkis fyrir tímabilið en liðið er í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar og tapaði 4-0 fyrir ÍBV í 8-liða úrslitum bikarsins. Hvað finnst honum hafa vantað upp á hjá karlaliði Fylkis í sumar og hvað verður hans fyrsta verk í nýja starfinu?

„Það er leyndarmál kallinn minn, það er stóra 'secretið'," segir Hermann léttur en hann er þekktur stemningskall og ekki líklegt að hann muni reyna að hrista upp í léttleika hópsins.

„Það eru allir með sínar áherslur. Staða liðsins er ekkert alslæm og stigasöfnunin ekkert verið agaleg. Ég hef trú á þessum strákum sem eru þarna. Maður hefur fylgst vel með þeim í leikjum og æfði með þeim í fyrra, ég veit vel hvað býr í þeim. Maður reynir að búa til eitthvað sem hentar öllum."

Er að skrölta saman eftir Pollamótið
Mun Hermann fara á stúfana þegar félagaskiptaglugginn opnar?

„Það var ekkert í dagskránni hjá manni að stökkva í þetta starf. Maður var bara sjálfur að koma úr Pollamótinu fyrir norðan og er allur að skrölta saman eftir það. Það urðu samt engin stór meiðsli svo maður kom sáttur út úr því. Fyrsta skref er bara að hitta strákana, fara yfir eitt og annað. Svo verða skref tekin eftir það," segir Hermann.

Samningur Hermanns er út tímabilið. Er hans hugur að vera lengur með liðið?

„Við bara þreifum á hvor öðrum og sjáum hvort þetta henti fyrir báða aðila. Ef vel gengur segir það sig sjálft að það er bara haldið áfram. Ég held að þetta sé allt mjög eðlilegt," segir Hermann að lokum en hans fyrsti leikur við stjórnvölinn er gegn FH á Kaplakrikavelli næsta sunnudag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner