Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. júlí 2015 00:50
Elvar Geir Magnússon
HM kvenna: Bandaríkin tóku gullið - Sjö mörk skoruð
Bandaríkjakonur fagna einu af fimm mörkum sínum.
Bandaríkjakonur fagna einu af fimm mörkum sínum.
Mynd: Getty Images
Bandaríkin 5 - 2 Japan
1-0 Carli Lloyd ('3)
2-0 Carli Lloyd ('5)
3-0 Lauren Holiday ('14)
4-0 Carli Lloyd ('16)
4-1 Yuki Ogimi ('27)
4-2 Sjálfsmark ('52)
5-2 Tobin Heath ('54)

Það var boðið upp á flugeldasýningu í Kanada þegar úrslitaleikur HM kvenna fór fram. Bandaríkin léku gegn Japan en þessi sömu lið léku til úrslita fyrir fjórum árum. Þá fór Japan með sigur af hólmi en Bandaríkin komu fram hefndum í kvöld.

Byrjun leiksins var ævintýraleg. Bandaríkin brutu ísinn með marki beint af æfingasvæðinu og tveimur mínútum síðar kom annað mark. Staðan 2-0 eftir aðeins fimm mínútur og japanska vörnin leit skelfilega út.

Þriðja mark Bandaríkjanna kom á 14. mínútu. Aftur leit japanska vörnin hrikalega út. 4-0 varð svo staðan þegar Carli Lloyd innsiglaði þrennu sína með marki frá miðju. Ayumi Kaihori í marki japanska liðsins úti á þekju.

Fyrir hálfleik náði Japan að minnka muninn og staðan varð svo 4-2 þegar Julie Johnston skoraði kjánalegt sjálfsmark. Þeir áhorfendur sem vonuðust til þess að Japan væri að koma til baka urðu fyrir miklum vonbrigðum á 54. mínútu þegar Bandaríkin bættu við marki og komust í 5-2.

Ekki var meira skorað og Bandaríkin vann þennan titil í þriðja sinn. Ekkert lið hefur unnið oftar. Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í úrslitaleik HM kvenna en í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner