Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. júlí 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Ísland verður í 23. sæti á næsta heimslista
Sigurmarkinu gegn Tékkum fagnað.
Sigurmarkinu gegn Tékkum fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður í 23. sæti á nýjum heimslista FIFA sem verður kynntur síðar í þessari viku.

Ísland hefur aldrei verið ofar á listanum en sigurinn á Tékkum kemur liðinu upp úr 37. sæti upp í 23. sæti samkvæmt útreikningum.

Ísland er einnig efst af Norðurlandaþjóðunum en Danmörk er í 24. sætinu.

Hér að neðan má sjá hvernig listinn mun líta út samkvæmt útreikningum.

1. Argentína
2. Þýskaland
3. Belgía
4. Kolumbía
5. Holland
6. Brasilía
7. Portúgal
8. Rúmenía
9. England
10. Wales
11. Spánn
12. Síle
13. Úrúgvæ
14. Króatía
15-16. Austurríki
15-16. Slóvakía
17. Ítalía
18. Sviss
19. Alsír
20. Tékkland
21. Fílabeinsströndin
22. Frakkland
23. Ísland
24. Danmörk
25. Gana
26. Bosnía/Hersegóvína
27. Úkraína
28. Rússland
29. Skotland
30. Pólland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner