mán 06. júlí 2015 07:00
Björgvin Stefán Pétursson
Messi mun vinna titil með Argentínu
Messi svekktur eftir landsleik
Messi svekktur eftir landsleik
Mynd: Getty Images
Argentínski landsliðsframherjinn Ezequiel Lavezzi sagði eftir tap liðsins gegn Síle í úrslitum Suður-Ameríku bikarsins að Messi myndi á endanum vinna einhvað með Argentínu.

Síle sigraði leikinn í vítaspyrnukeppni og því bíður Messi enn eftir því að vinna titil með landsliði sínu.

Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem Argentína tapar úrslitaleik, en þeir töpuðu gegn Þýskalandi í úrslitum HM í fótbolta.

En Lavezzi framherji PSG er viss um það að Messi muni vinna titil með landsliðinu.

„Á einhverjum tímapunkti þá mun Leo vinna titil með Argentínu." sagði Lavezzi.

„Við vissum að þetta væri tækifærið til þess að setja mark okkur á söguna, en því miður gátum við það ekki. Það er mjög sárt."

Gonzalo Higuain og Ever Banega klikkuðu á sínum spyrnum fyrir Argentínu áður en Alexis Sanchez tryggði Síle sigur með frábærri vítaspyrnu.

„Ég held að við ættum að halda áfram á þessari braut. Við erum mjög góðir. En það vantar hársbreidd uppá það að við vinnum eitthvað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner