Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. júlí 2015 23:00
Daníel Freyr Jónsson
Myndir: Memphis Depay á sinni fyrstu æfingu hjá Man Utd
Verður hann með sama númer og Kagawa og Veron?
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: Getty Images
Memphis Depay tók þátt í sinni fyrstu æfingu með enska stórliðinu Manchester United í dag eftir félagaskipti sín frá PSV.

Þessi öflugi leikmaður klæddist þar stuttbuxum sem merktar voru númer 26. Hafa enskir fjölmiðlar velt því fyrir sér hvort að það verði númerið aftan á treyju Hollendingsins.

Nokkrir leikmenn hafa klæðst treyjunni á undanförnum árum og má segja að sumir þeirra leikmenn hafi aldrei staðist væntingar á Old Trafford.

Treyjan hefur verið laus frá því á síðasta ári þegar Shinji Kagawa var seldur til Borussia Dortmund eftir tveggja ára misheppnaða dvöl hjá United.

Þar áður bar Frakkinn Gabriel Obertan treyjuna við litla hrifningu. Óhætt er að segja að báðir afi valdið miklum vonbrigðum á Old Trafford, en miklar væntingar er bundnar við Memphis sem kostaði yfir 20 milljónir punda.

Þess ber þó að geta að menn hafa borið önnur númer á sínum fyrstu æfingum en þeir síðan báru hjá United. Má þar minnast þess er Juan Sebastian Veron klæddist æfingagalla númer sjö á sínum fyrstu æfingum með liðinu. Hann tók þá aldrei við treyjunni sjálfri af David Beckham.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Memphis á æfingunni:
Athugasemdir
banner
banner