Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 06. júlí 2015 22:56
Magnús Már Einarsson
Óli Jó: Fáum jafnvel þrjá leikmenn
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, ætlar að styrkja leikmannahópinn vel þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí. Þrír nýir leikmenn gætu komið til Valsmanna.

Valsmenn eru með 18 stig í 4. sæti Pepsi-deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði FH.

Valsmenn ætla að styrkja leikmannahópinn fyrir toppbaráttun síðari hluta sumars.

„Við ætlum jafnvek að ná okkur í þrjá leikmenn," sagði Ólafur í Borgunarbikarmörkunum á Stöð 2 Sport í kvöld

Emil Atlason, framherji KR, hefur meðal annars átt í viðræðum við Val eins og Fótbolti.net greindi frá í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner