mán 06. júlí 2015 15:22
Elvar Geir Magnússon
Sandnes Ulf vill Ingvar til að fylla skarð Hannesar
Ingvar Jónsson vill fara til Sandnes Ulf.
Ingvar Jónsson vill fara til Sandnes Ulf.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska B-deildarliðið Sandnes Ulf vill fá Ingvar Jónsson frá Start til að fylla skarð Hannesar Þórs Halldórssonar sem er á leið til NEC Nijmegen.

Ingvar hefur ekki fengið mikið að spila hjá Start en hann var valinn leikmaður ársins í Pepsi-deildinni í fyrra þegar hann varði mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari.

Norskir fjölmiðlar fullyrða að Ingvar sé efstur á óskalista Sandnes Ulf sem er í harðri baráttu um að endurheimta sæti sitt í efstu deild.

„Ég kom til Noregs til að spila, ekki til að sitja á bekknum. Ef ég fæ tækifæri til að fara til Sandnes Ulf til að fá að spila þá mun ég grípa það glaður. Ég hef heyrt marga góða hluti um félagið," segir Ingvar við Sandnesposten.

Möguleiki er að hann verði lánaður til Sandnes en hann á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Start og vonast til að fara á láni.

Eins og Fótbolti.net greindi frá um helgina hefur Sandnes tekið tilboði frá hollenska félaginu NEC í Hannes og heldur hann til Hollands eftir leik norska liðsins í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner