Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 06. júlí 2015 10:24
Magnús Már Einarsson
Serbneskur framherji í Víking R. (Staðfest)
Úr leik Víkings og Vals í Borgunarbikarnum í gær.
Úr leik Víkings og Vals í Borgunarbikarnum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Víkingur R. hefur fengið framherjann Vladimir Tufegdzic í sínar raðir en Vísir.is greinir frá þessu.

Hann kemur til Víkinga frá serbneska 1. deildar liðinu Sindelic Beograd þar sem hann skoraði sex mörk í þrettán leikjum á seinni helming síðustu leiktíðar.

Tudegdzic fær leikheimild með Víkingi þegar félagaskiptaglugginn opnar í næstu viku.

Tufegdzic æfir með 2. flokki fyrstu dagana þar sem Víkingar halda til Slóveníu á morgun og mæta FC Koper í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn.

Víkingar hafa aðeins skorað eitt mark í öllum keppnum í síðustu þremur leikum en Tufegdzic á að hjálpa til við að bæta markaskorun liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner