Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 06. ágúst 2013 14:14
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már til GIF Sundsvall (Staðfest)
Mynd: Heimasíða GIF Sundsvall
Sænska félagið GIF Sundsvall hefur keypt Rúnar Má Sigurjónsson í sínar raðir frá Val.

Rúnar Már skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Sundsvall í dag.

,,Ég er mjög glaður og hlakka til að byrja að spila með GIF Sundsvall," sagði Rúnar Már við heimasíðu félagsins.

Rúnar æfði með Sundvall í vetur og var nálægt því að ganga til liðs við félagið áður en hann fór til hollenska félagsins Zwolle á lán.

,,Ég þekki til félagsins eftir að hafa æft hér og hef fylgst með liðinu á internetinu síðan þá."

GIF Sunsvall er sem stendur í þriðja sæti í sænsku B-deildinni en Jón Guðni Fjóluson er á mála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner