Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   mið 06. ágúst 2014 21:47
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Ben: Ég gerði risa mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var markaleikur í Kópavoginum í kvöld þegar Breiðablik og Keflavík gerðu 4-4 jafntefli í Pepsi-deild karla. Keflvíkingar komust þrisvar sinnum yfir í leiknum og voru til að mynda 4-2 yfir á 85. mínútu. Blikarnir minnkuðu muninn og jöfnuðu síðan á 96. mínútu leiksins.

Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks var allt annað en sáttur með sína leikmenn í leiknum og hefði viljað gera margar skiptingar á liðinu í hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  4 Keflavík

,,Mér fannst þetta ógeðslega lélegur leikur af okkar hálfu. Ekki eitthvað sem ég vil sjá og ég held að ég hafi gert risa mistök með þessari uppstillingu. Það voru alltof margir sem áttu ekkert skilið að spila þennan leik, eftir á að hyggja," sagði Gummi Ben. sem segist alls ekki líða eins og Breiðablik hafi unnið þennan leik, eftir þessar loka mínútur.

,,Mér líður enganvegin þannig. Vonandi mun þetta stig nýtast okkur samt sem áður. Ég er sáttur með að strákarnir lögðu allt í þetta undir restina og náðu þessu stigi en að fá þessi fjögur mörk á sig á heimavelli, er til skammar."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner