Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
   mið 06. ágúst 2014 21:47
Arnar Daði Arnarsson
Gummi Ben: Ég gerði risa mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var markaleikur í Kópavoginum í kvöld þegar Breiðablik og Keflavík gerðu 4-4 jafntefli í Pepsi-deild karla. Keflvíkingar komust þrisvar sinnum yfir í leiknum og voru til að mynda 4-2 yfir á 85. mínútu. Blikarnir minnkuðu muninn og jöfnuðu síðan á 96. mínútu leiksins.

Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks var allt annað en sáttur með sína leikmenn í leiknum og hefði viljað gera margar skiptingar á liðinu í hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  4 Keflavík

,,Mér fannst þetta ógeðslega lélegur leikur af okkar hálfu. Ekki eitthvað sem ég vil sjá og ég held að ég hafi gert risa mistök með þessari uppstillingu. Það voru alltof margir sem áttu ekkert skilið að spila þennan leik, eftir á að hyggja," sagði Gummi Ben. sem segist alls ekki líða eins og Breiðablik hafi unnið þennan leik, eftir þessar loka mínútur.

,,Mér líður enganvegin þannig. Vonandi mun þetta stig nýtast okkur samt sem áður. Ég er sáttur með að strákarnir lögðu allt í þetta undir restina og náðu þessu stigi en að fá þessi fjögur mörk á sig á heimavelli, er til skammar."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner