Það var markaleikur í Kópavoginum í kvöld þegar Breiðablik og Keflavík gerðu 4-4 jafntefli í Pepsi-deild karla. Keflvíkingar komust þrisvar sinnum yfir í leiknum og voru til að mynda 4-2 yfir á 85. mínútu. Blikarnir minnkuðu muninn og jöfnuðu síðan á 96. mínútu leiksins.
Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks var allt annað en sáttur með sína leikmenn í leiknum og hefði viljað gera margar skiptingar á liðinu í hálfleik.
Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks var allt annað en sáttur með sína leikmenn í leiknum og hefði viljað gera margar skiptingar á liðinu í hálfleik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 4 Keflavík
,,Mér fannst þetta ógeðslega lélegur leikur af okkar hálfu. Ekki eitthvað sem ég vil sjá og ég held að ég hafi gert risa mistök með þessari uppstillingu. Það voru alltof margir sem áttu ekkert skilið að spila þennan leik, eftir á að hyggja," sagði Gummi Ben. sem segist alls ekki líða eins og Breiðablik hafi unnið þennan leik, eftir þessar loka mínútur.
,,Mér líður enganvegin þannig. Vonandi mun þetta stig nýtast okkur samt sem áður. Ég er sáttur með að strákarnir lögðu allt í þetta undir restina og náðu þessu stigi en að fá þessi fjögur mörk á sig á heimavelli, er til skammar."
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir