þri 06. október 2015 17:34
Magnús Már Einarsson
Blindur stuðningsmaður Arsenal talar um reynslu sína
Mynd: Getty Images
Hinn fimmtugi Wayne Busbridge hefur mætt á leiki með Arsenal undanfarin 36 ár.

Busbridge var með skerta skjón áður en hann varð blindur fyrir þrettán árum síðan.

Busbridge missir ekki af leik hjá Arsenal og hrífst með í stemningunni á leikjum. BBC fór með honum á leik á dögunum eins og sjá má á innslaginu hér að neðan.

„Þegar ég er á fótboltaleikjum líður mér aldrei eins og ég sé blindur eða fólk sé að horfa á mig því að það hefur meiri áhuga á leiknum," segir Busbridge.

„Ég get öskrað og sagt að leikmenn séu ömurlegir eða hvað sem er eins og aðrir áhorfendur. Ég er hluti af samfélaginu."

What's it like to be a blind football fan?

What's it like to be a blind football fan? Arsenal fan Wayne tells his story...http://bbc.in/1JPIzoZ

Posted by BBC Radio 5 live Sport on Tuesday, October 6, 2015

Athugasemdir
banner
banner