Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 06. október 2015 17:06
Magnús Már Einarsson
Capello: Leikmenn brenna út eftir tvö ár hjá Mourinho
Fabio Capello.
Fabio Capello.
Mynd: Getty Images
Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hefur látið Jose Mourinho stjóra Chelsea heyra það.

Mourinho er undir pressu eftir skelfilega byrjun Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en liðið er í 16. sæti deildarinnar. Capello segir að leikmenn Chelsea séu orðnir þreyttir undir stjórn Mourinho.

„Mourinho lætur leikmenn sína brenna út eftir eitt og hálft ár, í mesta lagi tvö ár," sagði Capello.

„Ég heyrði þetta þegar hann var í Madrid og núna erum við með staðfestinguna í London."

„Það er rétt að Chelsea er að tapa á fjarveru leikmanna eins og [Thibaut] Courtois en það hafa líka verið taktísk mistök hjá þjálfaranum því að hann hefur ekki undirbúið liðið nægilega vel fyrir leiki."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner