Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Yahoo/Reuters 
Chung Mong-joon: FIFA reynir að skemma fyrir mér
Chung Mong-joon hefur verið formaður suður-kóreiska knattspyrnusambandsins og er heiðursvaraforseti FIFA.
Chung Mong-joon hefur verið formaður suður-kóreiska knattspyrnusambandsins og er heiðursvaraforseti FIFA.
Mynd: Getty Images
Chung Mong-joon hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningum FIFA og segir Alþjóðaknattspyrnusambandið vera að gera allt í sínu valdi til að stöðva sig.

Chung segir að siðanefnd FIFA sé að rannsaka sig ítarlega og hann geti átt yfir höfði sér 15 ára bann finni sambandið eitthvað athugavert í rannsókn sinni.

Chung las upp níu blaðsíðna yfirlýsingu á síðasta fréttamannafundi þar sem hann hélt því fram að knattspyrnusambandið væri að gera þetta til að „koma í veg fyrir að ég geti orðið forseti FIFA".

„Siðanefndin er að kæra mig í sex liðum og þar er ekkert að finna sem tengist mútumálum. Þessi kæra er bara gerð til að skemma fyrir mér," segir Chung.

„Siðanefndin er að klóra sig áfram með því að kæra mig meðal annars fyrir að vera ósamvinnuþýður og fyrir trúnaðarbrest."
Athugasemdir
banner
banner