þri 06. október 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: BBC 
Ferguson: Ekki mistök að ráða Moyes
Mynd: Getty Images
BBC One birtir heimildarmynd um Sir Alex Ferguson á sunnudaginn þar sem Sir Alex ræðir við Nick Robinson, fréttamann BBC, um ýmsa hluti.

Þeir ræða meðal annars um ákvörðun Manchester United að ráða David Moyes til að taka við félaginu og telur Ferguson þá ákvörðun hafa verið rétta.

„Við gerðum það besta í stöðunni, við völdum réttan mann í verkið," sagði Sir Alex við Robinson.

„Ég tel okkur alls ekki hafa gert mistök, við völdum góðan stjóra. Því miður gekk þetta ekki upp hjá David.

„Jose Mourinho var á leið til Chelsea, Carlo Ancelotti til Real Madrid, Jürgen Klopp hafði skrifað undir samning við Dortmund og Louis van Gaal var í fullum undirbúning fyrir HM. Moyes var sá besti sem var laus."

Athugasemdir
banner
banner
banner