Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Vefsíða KFÍA 
Hallur Flosason framlengir við ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallur Flosason verður leikmaður ÍA næstu tvö árin samkvæmt vefsíðu félagsins.

Hallur, sem er 22 ára gamall, var að framlengja samning sinn við félagið til ársloka 2017.

Hallur lék fimmtán leiki með ÍA í Pepsi-deildinni í sumar og gerði tvö mörk spilandi ýmist á miðjunni eða á kantinum.

Hallur er uppalinn Skagamaður og hefur leikið 55 deildarleiki fyrir ÍA á ferlinum.

ÍA átti gott tímabil í Pepsi-deildinni þar sem margir spáðu Skagamönnum falli eftir að hafa komist upp úr 1. deildinni tímabilið áður.

Félagið endaði um miðja deild með 29 stig eftir sjö sigra, átta jafntefli og sjö töp.
Athugasemdir
banner
banner
banner