Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2015 22:06
Alexander Freyr Tamimi
Hamann: Stuðningsmenn Liverpool munu elska Klopp
Klopp gæti orðið næsti stjóri Liverpool.
Klopp gæti orðið næsti stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Dietmar Hamann, fyrrum miðjumaður Liverpool, er sannfærður um að stuðningsmenn liðsins muni elska Jurgen Klopp ef sá síðarnefndi verður ráðinn nýr knattspyrnustjóri félagsins.

Allt virðist stefna í að þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund verði arftaki Brendan Rodgers, sem var rekinn eftir 1-1 tap gegn Everton um helgina. Hamann er sannfærður um að Klopp yrði frábær ráðning.

„Hjá Liverpool er það frekar mikilvægt að stuðningsmennirnir samþykki þig og þeir munu samþykkja hann frá fyrsta degi," sagði Hamann við Sky Sports.

„Hann mun tala við þá, hann mun reyna að verða einn af þeim og þess vegna held ég að þetta muni virka mjög vel saman."

„Hann yrði mjög góð ráðning og klárlega minn valkostur af þeim þjálfurum sem eru orðaðir við starfið hjá Liverpool. Hann er með ástríðu fyrir leiknum og elskar fótbolta og það passar vel inn í félagið."

„Þetta er góður tími til að taka við Liverpool því að á síðustu tíu eða 10 árum hefur liðið bara unnið deildabikarinn einu sinni. Þeir hafa bara átt eitt tímabil í Meistaradeildinni af síðustu sex og hlutirnir hafa klárlega alls ekki verið góðir. Það þarf að skapa sigurtilfinninguna aftur, það er svo stór hluti af Liverpool."

„Klopp hefur breytt óþekktum leikmönnum í stórstjörnur og það er eitthvað sem væri gott fyrir Liverpool. Hann vill spila ungum og orkumiklum liðum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner