Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. október 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Klopp vill eiga lokaorðið í félagaskiptum
Powerade
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, verðandi stjóri Liverpool, er á meðal manna sem kíkja við í slúðurpakkanum í dag.



Jurgen Klopp er til í að vinna með sérstakri nefnd hjá Liverpool sem sér um félagaskipti. (Mirror)

Þjóðverjinn vill þó einungis taka við Liverpool ef hann fær að eiga lokaorðið þegar kemur að félagaskiptum leikmanna. (Mail)

Það að reka Brendan Rodgers gæti kostað Liverpool meira en tíu milljónir punda. (Telegraph)

Michael Owen telur að Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool. (London Evening Standard)

Phil Thompson, fyrrum leikmaður Liverpool, telur ljóst að félagið sé búið að finna eftirmann Rodgers. (Sky Sports)

Framtíð Jose Mourinho hjá Chelsea er örugg svo lengi sem félagið verður í baráttu um að enda í topp fjórum. (London Evening Standard)

Sunderland ætlar að reyna að fá Sam Allardyce til að taka við liðinu. Allardyce hafði útilokað að taka starfið en Sunderland ætlar að reyna betur. (Newcastle Chronicle)

Anthony Martial, framherji Manchester United, segist ekki vera nýr Thierry Henry. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner