þri 06. október 2015 11:34
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn verður fyrirliði á laugardaginn
Icelandair
Kolbeinn verður með bandið á laugardaginn. Hér ræðir hann við Aron Einar sem er vanalega fyrirliði og Eið Smára sem var áður fyrirliði.
Kolbeinn verður með bandið á laugardaginn. Hér ræðir hann við Aron Einar sem er vanalega fyrirliði og Eið Smára sem var áður fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum gegn Lettum á laugardag.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, er í banni eftir rauða spjaldið gegn Kasakstan í síðasta mánuði.

„Kolbeinn er varafyrirliði og ef við veljum hann í byrjunarliðið þá verður hann fyrirliði," sagði Lars Lagerback landsliðsþjálfari sposkur á svip í samtali við Fótbolta.net í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson og Emil Hallfreðsson æfðu ekki með landsliðinu í dag en þeir ættu að ná leiknum á laugardag.

„Það eru smávægileg meiðsli eftir leiki helgarinnar en læknaliðið telur að þetta sé ekki alvarlegt. Ég reikna með að þeir æfi á morgun," sagði Lars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner