Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 06. október 2015 19:04
Alexander Freyr Tamimi
Lionel Messi ekki sekur um skattsvik
Messi sleppur en faðir hans gæti endað í fangelsi.
Messi sleppur en faðir hans gæti endað í fangelsi.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hefur verið hreinsaður af ásökunum um skattsvik, en faðir hans Jorge gæti þó átt von á 18 mánaða fangelsisvist og tveggja milljóna evra sekt.

Ríkissaksóknari á Spáni vill að faðir Messi verði fangelsaður og sektaður fyrir að hafa svikist undan skatti sem nemur 4,2 milljónum evra á árunum 2007 til 2009. Saksóknarinn segir að Lionel Messi sjálfur ætti að sleppa við ákærur þar sem faðir hans sá um fjármál leikmannsins á tímanum, en slíkt var endanlega sannað með gögnum sem birt voru á þriðjudag.

Dómstóllinn sem sér um málið hafði þegar hafnað áfrýjun Messi yngri á síðasta ári og sagt að hann væri ábyrgur fyrir því að hafa samþykkt stofnun ýmissa skúffufyrirtækja sem voru notuð til að svíkja undan skatti á tekjum sem hann fékk fyrir að selja ímynd sína.

Lionel og faðir hans borguðu spænskum skattyfirvöldum fimm milljónir evra árið 2013 sem "leiðréttingargreiðslu" eftir að hafa verið ákærðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner